Skilmálar vegna þátttöku í leikjum Íslandsbanka
1. Skilgreiningar
1.1. Reglurnar: skilmálar þessir sem gilda um þátttöku í leikjum Íslandsbanka sem og reglur leiksins sem birtar eru á vefsíðu bankans hverju sinni;
1.2. Leikur: er hver sá leikur sem bankinn stofnar til, hvort sem er í samstarfi við samstarfsaðila eða ekki.
1.3. Bankinn: Íslandsbanki hf., kt. 491008-0160 og dótturfélög hans, ef við á;
1.4. Þátttakandi: hver sá sem tekur þátt í leik bankans;
1.5. Vinningshafi: sá þátttakandi sem hlýtur vinning vegna þátttöku sinnar í leik bankans;
1.6. Vinningur: hver sá vinningur sem hlýst af þátttöku í leik bankans;
1.7. Samstarfsaðili: hver sá aðili sem bankinn starfar með og hefur aðkomu að leiknum;
1.8. Persónuupplýsingar: eins og þær eru skilgreindar í persónuverndarstefnu bankans.
2. Almennt
2.1. Reglurnar gilda um þátttöku í leik Íslandsbanka hf. og felur þátttaka í leiknum í sér samþykki við því að hlíta þeim skilmálum sem um leikinn gilda.
2.2. Vinningur er persónubundinn og er því ekki hægt að yfirfæra vinning á annan aðila nema með heimild Íslandsbanka. Sjái vinningshafi sér ekki fært um að taka við vinningi, eða afþakkar vinning, áskilur Íslandsbanki sér rétt til að draga annan vinningshafa. Ekki er hægt að skipta vinningi fyrir annars konar vinning eða reiðufé.
2.3. Uppfylli vinningshafi ekki reglurnar, neiti að gangast við þeim eða verði uppvís að brotum gegn þeim, áskilur bankinn sér rétt til að draga nýjan vinningshafa.
2.4. Séu ferðalög hluti af leiknum eða vinningi, ber þátttakandi og/eða vinningshafi ábyrgð á því að hann uppfylli allar kröfur sem gerðar eru vegna mögulegra ferðalaga til hvers þess lands sem ferðast skal til, svo sem kröfur um persónuskilríki, vegabréfsáritanir, bólusetningarvottorð og hvaðeina annað sem krafa er gerð um.
2.5. Sé vinningur þess eðlis að vinningshafi geti deilt honum með fleirum, ábyrgist vinningshafi að kynna reglur leiksins fyrir hverjum þeim sem kemur til með að njóta vinningsins með vinningshafa og upplýsa þau sérstaklega um vinnslu persónuupplýsinga þeirra í tengslum við leikinn. Séu þau ekki tilbúin að samþykkja reglur leiksins verður skrifleg athugasemd að berast bankanum innan tveggja vikna frá fyrirhugaðri ferð.
3. Takmörkun ábyrgðar
3.1. Bankinn og, ef við á, samstarfsaðili, bera enga ábyrgð á tjóni í tengslum við leikinn.
3.2. Bankinn og, ef við á, samstarfsaðili bera ekki ábyrgð á neinum tæknilegum örðugleikum á vefsíðu bankans eða í appi. Bankinn og, ef við á, samstarfsaðili bera ekki ábyrgð á neinum truflunum hjá netþjónum, villum í vélbúnaði eða hugbúnaði, vírusum eða neinu öðrum villum sem bankinn og, ef við á, samstarfsaðili hefur ekki stjórn á.
3.3. Bankinn og, ef við á, samstarfsaðili bera ekki ábyrgð á heilsu vinningshafa, né þeim sem kann að njóta vinnings með vinningshafa í tengslum við þá viðburði og/eða ferðir sem þau kunna að sækja á vegum leiksins.
3.4. Þá ábyrgist bankinn, starfsmenn og samstarfsaðilar ekki tjón, hvorki líkamlegt, andlegt né fjárhagslegt, sem vinningshafar verða fyrir vegna leiksins. Bankinn og, ef við á,
4. Ýmis ákvæði
4.1. Bankanum er heimilt að endurskoða eða breyta reglunum vegna ófyrirsjáanlegra ástæðna, s.s. náttúruhamfara eða veðurs. Verði breytingar á reglunum verða þær tilkynntar til þátttakanda með tölvupósti.
4.2. Í þeim tilfellum þar sem ákvæði reglnanna kunna að vera ógildanleg, hefur það ekki áhrif á önnur ákvæði í reglunum.
4.3. Varnarþing bankans er í Reykjavík og skulu dómsmál sem kunna að rísa
5. Persónuvernd
5.1. Þær persónuupplýsingar, t.d. nafn, kennitala, ljósmyndir, notkun Fríðu og samskiptaupplýsingar, sem safnast í tengslum við leikinn eru notaðar við framkvæmd hans, m.a. til þess að draga út vinningshafa og hafa samband við hann.
5.2. Með því að taka þátt í leiknum samþykkir þátttakandi að bankinn og, ef við á, samstarfsaðili megi birta nöfn og myndir af þátttakanda hljóti hann vinninginn á vefsíðu sinni.
5.3. Þátttakandi getur hvenær sem er afturkallað samþykki sitt og afturkalla þar með þátttöku sína í leiknum.
5.4. Bankinn kann að deila persónuupplýsingunum með samstarfsaðilum sínum, sjá nánar um vinnsluaðila í persónuverndaryfirlýsingu bankans sem vísað er til hér á eftir en selur þær ekki til þriðja aðila. Tekið er sérstaklega fram um alla samstarfsaðila bankans í reglum leiksins.
5.5. Nánar um meðferð persónuupplýsinga, varðveislu þeirra og þín réttindi hjá Íslandsbanka hér.