Tæknileg atriði
Mismiklar kröfur eru gerðar til upplýsinga eftir flokkun sjóðanna.
6. greinar vörur eru allar vörur sem ekki eru 8. eða 9. greinar vörur. Undir 6. grein þarf að útskýra hvernig sjálfbærniáhætta er felld inn í fjárfestingarákvarðanir. Þá er einnig hægt að tilgreina að sjálfbærni sé ekki felld inn í fjárfestingarákvarðanir og afhverju svo sé. Það er því ekki hægt að gera ekki neitt án þess að segja frá því.
IS Græn skuldabréf
8. greinar vörur efla umhverfis- og félagsþætti eða samsetningu þessara þátta, með því skilyrði að félögin sem fjárfest er í fylgi góðum stjórnarháttum.
Storebrand Global Plus (USD)
Markmið sjóðsins er að fjárfestir í fyrirtækjum sem fá háa einkunn í sjálfbærni mati Storebrand og góðri áhættudreifingu til lands tíma út frá þróun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum sem skilgreind eru af samanburðarvísitölu sjóðsins. Þá velur sjóðurinn fyrirtæki sem hafa lágt kolefnisfótspor, háa sjálfbærni einkunn og fyrirtæki sem stuðla að loftslags og sjálfbærnilausnum. Þá er hægt að sjá á heimasíðu þeirra hvernig Storebrand uppfyllir aðrar kröfur 8. greinar sjóða.
9. greinar vörur eru svo það sem hægt væri að kalla sjálfbæra vörur samkvæmt skilgreiningunni og hafa sjálfbæra fjárfestingu sem markmið.
Storebrand Global Solutions N (USD)
Markmið sjóðsins er að vera jarðefnaeldsneytislaus á meðan hann veitir langtíma fjármagnsvöxt. Fjárfest er í sjálfbærum fyrirtækjum með þjónustu, vörur eða tækni sem samkvæmt mati Storebrand getur stuðlað að umskiptum yfir í sjálfbærara samfélag og í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Markmið sjálfbærra fjárfestinga sjóðsins er að velja fyrirtæki í loftslagsmálum (sólarorka, vindorka, snöll raforkunet + innviðir), sjálfbærar borgir (vatn, borgarskipulag, aðgengi) sjálfbær neysla (endurvinnsla og hringlaga hagkerfi, sjálfbærar vörur, visthönnun) og jöfn tækifæri (aðgangur að stafrænni, fjármála- og heilsutengdri starfsemi). Hægt er að sjá á heimasíðu Storebrand hvernig sjóðurinn uppfyllir aðrar kröfur 9. greinar sjóða.
Þá þurfa 8. og 9. greinar vörur einnig að uppfylla kröfur sem settar eru á 6. greinar vörur. Þá geta fjárfestar borið saman mismunandi fjárfestingar og tekið tillit til þeirrar áhættustýringar sem er til staðar á skýran máta á milli mismunandi aðila á fjármálamarkaði.
Önnur tæknileg atriði sem gott er að þekkja eru PAI yfirlýsingar (í. yfirlýsing um helstu neikvæðu áhrif) og DNSH (í. ekki valda umtalsverðu tjóni).