Leiðbeiningar: Týnt eða stolið kort
Ef þú glatar kortinu þínu er einfaldast að fara í Íslandsbankaappið og frysta kortið. Þá getur þú opnað fyrir kortið ef það finnst aftur.
Hér eru aðrar leiðir til að tilkynna glatað eða stolið kort. Þú getur pantað nýtt kort í leiðinni:
- Hringja í Ráðgjafaver eða neyðarþjónustu utan opnunartíma í síma 440-4000
- Ræða við ráðgjafa á netspjalli
- Senda fyrirspurn
- Koma við í næsta útibúi
Neyðarþjónustan er opin allan sólarhringinn og aðstoðar viðskiptavini Íslandsbanka með neyðarmál tengt kredit- og/eða debetkort. Sjá nánar um neyðarþjónustu.