Leiðbeiningar: Skipta um PIN á rafrænum skilríkjum


Ef þú vilt breyta PIN númerinu á rafrænu skilríkjunum þínum þarftu að muna núverandi PIN númerið þitt.

Ef þú hefur gleymt núverandi PIN númerinu þínu þarftu að fá ný rafræn skilríki og þá velur þú þér nýtt PIN númer. Lesa nánar um rafræn skilríki á vef Auðkennis

iPhone

1. Ferð í Settings og velur Mobile Data
2. Velur SIM Application
3. Velur Auðkenni
4. Velur Skilríkjaþjónusta
5. Velur Breyta PIN númeri
6. Slærð inn núverandi PIN númer og smellir á Send
7. Slærð inn nýtt PIN númer og smellir á Send
8. Slærð nýja PIN númerið inn aftur og smellir á Send

Lesa nánar á vef Auðkennis (iPhone)

Android

1. Opnar Settings og velur forrit (e. apps)
2. Finnur SIM-tól/VIT og smellir á það
3. Velur Auðkenni
4. Velur Skilríkjaþjónusta
5. Velur Breyta PIN númeri
6. Slærð inn núverandi PIN númer og smellir á Í lagi
7. Slærð inn nýtt PIN númer og smellir á Send
8. Slærð nýja PIN númerið inn aftur og smellir á Í lagi

Lesa nánar á vef Auðkennis (Android)