Leiðbeiningar: Segja upp korti
Hér má finna leiðbeiningar um hvernig er hægt að segja upp korti.
Ef að þú vilt loka kortinu þínu endanlega eða segja því upp til þess að fá þér nýtt kort, þá eru nokkrar leiðir til þess.
Debetkorti sagt upp:
- Veldur debetkortið í Íslandsbanka appinu sem á að loka. Neðst á skjánum sérðu möguleika. Veldu þann sem er lengst til vinstri, punktana þrjá. Þar á eftir velur þú „Loka/Nýtt“ og velur svo „Hætta með kort“.
- Sendu okkur fyrirspurn hér með upplýsingum um hvaða korti þú óskar eftir að segja upp.
- Einnig er hægt að ræða við rágjafa í netspjalli.
- Hringja í ráðgjafaver í síma: 440-4000.
- Koma við í næsta útibúi.
Kreditkorti sagt upp:
- Sendu okkur fyrirspurn hér með upplýsingum um hvaða korti þú óskar eftir að segja upp.
- Einnig er hægt að ræða við rágjafa í netspjalli.
- Hringja í ráðgjafaver í síma: 440-4000.
- Koma við í næsta útibúi.