Leiðbeiningar: Hvernig finn ég PIN númerið á kortinu mínu?


Hægt er að nálgast PIN númer korta í netbankanum og í appinu.

Í netbankanum getur þú smellt á „Yfirlit“ og valið þar debetreikninginn eða kreditkortið sem þú vilt sækja PIN númerið á. Möguleikinn „Sækja PIN númer“ mun birtast uppi hægra megin. Ef þú ýtir á það færðu senda auðkenningarbeiðni í símann þinn þar sem þú getur auðkennt með rafrænum skilríkjum. Eftir að þú hefur gert það mun Pin-ið birtast í netbankanum.

Í appinu getur þú valið kortið og þá mun möguleikinn „PIN“ birtast neðarlega á skjánum. Þegar þú ýtir á „PIN“ mun númerið birtast.