Leiðbeiningar: Bein- og boðgreiðslur
Beingreiðslur
Beingreiðslur eru greiðsumáti þar sem reikningar eru skuldfærðir af bankareikningi á eindaga.
- Ef þú hefur verið með kortareikning í beingreiðslu þá verður stofnuð ný beingreiðsla fyrir nýja kortið þitt.
- Við hvetjum þig til að fylgjast með kortinu þínu um næstu mánaðarmót og hvort að beingreiðslan skili sér ekki yfir á nýtt kort.
- Opna ógreidda reikninga
- Veldu þann reikning sem þú ætlar að skrá í beingreiðslu
- Smelltu á "Skrá beingreiðslu"
- Veldu þann úttektarreikning beingreiðslunnar.
- Staðfestu beingreiðsluna
Boðgreiðslur
Boðgreiðslur eru útgjöld sem skuldfærð eru á kreditkortið þitt að þinni beiðni. Þú getur sett flest regluleg útgjöld í boðgreiðslur að undanskyldum lánum. Þetta á við um útgjöld eins og orkureikninga, símreikninga, fasteignagjöld, leikskólagjöld, áskriftir og fleira. Til þess að setja föst útgjöld í boðgreiðslur á kreditkort þarftu að hafa beint samband við viðkomandi fyrirtæki, sveitarfélag eða stofnun.
- Sumar innlendar boðgreiðslur flytjast sjálfkrafa yfir á nýtt kort en ekki allar, og er því mikilvægt að fylgjast vel með því
- Erlendar boðgreiðslur þurfa viðskiptavinir sjálfir að flytja
- Viðskiptavinur þarf að fylgjast með hvort boðgreiðslur flytjist eða ekki á milli korta
- Ef boðgreiðsla flyst ekki þarf viðskiptavinur að hafa samband við söluaðila og gefa upp nýtt kortanúmer