Leiðbeiningar: Að borga inn á lán
- Til þess að borga inná lán í netbankanum ferð þú í yfirlit > lán og ýtir á línurnar hægra megin við lánið og velur innborgun á lán.
- Þú stimplar inn upphæð og velur hvort þú vilt hafa umframgreiðslugjaldið innifalið í upphæðinni eða hvort það eigi að bætast við. Síðan er bara að slá inn öryggisnúmerið og ýta á greiða.
- Ef valmöguleikinn birtist ekki hjá þér, þá eru innáborganir ekki leyfðar á lánið.
Hver er hentugasti tíminn til að borga inn á lán?
- Ef greitt er inn á lán fara umframgreiðslur beint inn á höfuðstól lánsins
- Það skiptir ekki máli hvenær mánaðarins umframgreiðslan er gerð.
Hver er kostnaðurinn við að borga inn á lán?
- Það kostar ekkert að greiða inn á lán með breytilegum vöxtum.
- Lán með fasta vexti hafa umframgreiðslugjald sem nemur 1% en þú getur greitt eina milljón á ári inn á lánið án kostnaðar.
Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við ráðgjafa í netspjalli eða mæta í útibú.