Innborgun á lán

Þú getur greitt aukalega inn á lán í appinu og netbanka. Þú getur bæði greitt inn tiltekna upphæð eða greitt lánið upp.


Leiðbeiningar: Í appinu

  1. Til að greiða inn á lánið í appinu byrjar þú á að opna appið
  2. Þú smellir á "Meira" í neðra hægra horninu á heimaskjánum
  3. Smellir svo á "Lán" takkann sem er í efra vinstra horninu
  4. Þar velur þú það lán sem þú vilt borga inn á
  5. Þegar lán hefur verið valið þá er smellt á "Innborgun" sem er í neðra hægra horninu
  6. Slegin er inn upphæð til innborgunar og síðan smellt á "Greiða" í neðra hægra horninu
  7. Upp kemur staðfesting á að innborgun hafi tekist

Innborgun á lán í appinu


Þú getur greitt inn á lán í appinu á aðeins örfáum mínútum

Leiðbeiningar: Í netbanka

  1. Til að greiða inn á lánið byrjar þú á því að skrá þig inn í netbanka
  2. Þú velur Yfirlit > Lán og finnur lánið sem þú vilt greiða inná
  3. Smellir á valmynd lengst til hægri hjá láninu (þrjár línur) og færð þá upp 3 valkosti og velur "Innborgun á lán"
  4. Hakar við "innágreiðsla á lán" og slærð inn þá upphæð sem þú vilt greiða inná lánið
  5. Velur hvaða reikning þú vilt taka útaf
  6. Smellir á "Áfram"
  7. Slærð inn öryggisnúmer og smellir á "Greiða"

Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við ráðgjafa í gegnum netspjallið eða mæta í útibú.

Reiknaðu dæmið


Hér getur þú reiknað hversu mikið þú sparar við að borga inn á lánið þitt. Þú getur séð áhrif þess að borga inn reglulega eða af stakri greiðslu.

Reiknaðu dæmið

Sparnaður á lánstíma
0 kr.
Greiddir vextir
0 kr.
Greitt af höfuðstól
0 kr.
Árleg hlutfallstala kostnaðar
null%
Mánaðarlegar greiðslur
0 kr.
Greiðslugjöld samtals
0 kr.
Samtals greitt
0 kr.

Spurt og svarað