Vinnuumhverfi framtíðarinnar

Íslandsbanki tekur þátt í Nýsköpunarvikunni 2021 og að því tilefni bjóðum við háskólanemum að taka þátt í hugmyndasamkeppni um vinnuumhverfi framtíðarinnar. Kafað er ofan í spurningarnar hér að neðan og komið með hugmyndir eða lausnir sem þeim tengjast og/eða athygli vakin á hvað ber að varast þegar við stígum næsta skref inn í vinnuumhverfi framtíðarinnar.


  • Hvernig undirbúum við ungt fólk fyrir vinnustað framtíðarinnar?
  • Hvaða tæknilegu útfærslur geta hjálpað okkur við að efla samvinnu á vinnustöðum framtíðarinnar?
  • Hvernig munum við þjálfa starfsfólk í framtíðinni?

Hugmyndunum má skilað í formi glæra (hámark 10 glærur) eða sem 3 mínútna myndband. Við mat á hugmyndum er horft til frumleika og framsetningar á kynningum. Að hámarki geta 5 aðilar sent inn saman. Umsóknarfrestur er til 28. maí.

Hugmyndum er skilað á vef Íslandsbanka og mun valnefnd velja 3 hugmyndir. Hver og ein vinningshugmynd hlýtur 150.000 kr. í styrk.

Vinnuumhverfi framtíðarinnar

Fylltu út formið til að taka þátt

Hámarks skráarstærð er 5 MB. Leyfðar skjalategundir: png, pdf, jpg, jpeg, doc, docx, xls, xslx.

Þær persónuupplýsingar sem safnast í tengslum við hugmyndasamkeppnina verða eingöngu notaðar við framkvæmd hennar m.a. til þess að velja vinningshugmynd, hafa samband við þátttakanda og kynna hugmynd styrkþega á opinberum vettvangi . Þátttakandi getur ávallt dregið innsendingu sína til baka með því að senda tölvupóst á ragnarr(a)isb.is. Afturköllun samþykkis hefur ekki áhrif á lögmæti notkunar persónuupplýsinga fram að afturköllun. Nánar um meðferð persónuupplýsinga hér (vísun á persónuverndarsíðu).

1. Þessir skilmálar gilda á milli þátttakanda í hugmyndasamkeppni Íslandsbanka um vinnuumhverfi framtíðarinnar (hér eftir hugmyndasamkeppni) og Íslandsbanka. Þátttaka í hugmyndasamkeppninnni felur í sér samþykki þátttakanda við því að hlíta skilmálunum.

2. Hver sá sem er 18 ára eða eldri og í Háskólanámi getur tekið þátt í hugmyndasamkeppninni.

3. Íslandsbanka er heimilt að endurskoða eða breyta skilmálum þessum vegna ófyrirsjáanlegra ástæðna. Verði breytingar á skilmálum verða þær tilkynntar til þátttakanda með tölvupósti.

4. Íslandsbanki tekur ekki ábyrgð á hvers konar töfum eða bilunum í neti, tölvum eða hugbúnaði af nokkrum toga sem gæti hamlað eða tafið sendingu eða móttöku innsendra hugmynda. Sönnun á sendingu jafngildir ekki sönnun á móttöku.

5. Valdar verða þrjár hugmyndir af valnefnd og hljóta vinningshugmyndir 150.000 kr. styrk hver.

6. Styrkur verður veittur gegn því að styrkþegi kynni hugmyndir sínar á Nýsköpunarviku 2021.

7. Íslandsbanki áskilur sér rétt til að birta niðurstöður vals og vinningshugmyndir á opinberum vettvangi t.d. á samfélagsmiðlum eða fjölmiðlum.

8. Íslandsbanka er heimilt að endurskoða eða breyta skilmálum þessum vegna ófyrirsjáanlegra ástæðna. Verði breytingar á skilmálum verða þær tilkynntar til þátttakanda með tölvupósti.

9. Varnarþing: Reykjavík

Persónuvernd – Hugmyndasamkeppni um vinnuumhverfi framtíðarinnar.            .
Þær persónuupplýsingar sem safnast í tengslum við hugmyndasamkeppnina verða eingöngu notaðar við framkvæmd hennar m.a. til þess að velja vinningshugmynd, hafa samband við þátttakanda og kynna hugmynd styrkþega á opinberum vettvangi . Þátttakandi getur ávallt dregið innsendingu sína til baka með því að senda tölvupóst á ragnarr(a)isb.is. Afturköllun samþykkis hefur ekki áhrif á lögmæti notkunar persónuupplýsinga fram að afturköllun. Nánar um meðferð persónuupplýsinga hér