Hluthafar í Íslandsbanka

Neðangreindur listi sýnir hluthafa bankans sem eiga eignarhlut yfir 1% í samræmi við 19. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002.


Samkvæmt 19. gr. laga um fjármálafyrirtæki er Íslandsbanka skylt að tilgreina á vefsíðu sinni nöfn og hlutfallslegt eignarhald allra þeirra sem eiga umfram 1% hlutafjár í bankanum á hverjum tíma. Sé lögaðili eigandi hlutafjár umfram 1% skal jafnframt koma fram hvaða einstaklingur eða einstaklingar eru raunverulegir eigendur viðkomandi lögaðila.

Upplýsingar um hluthafa og stærð eignarhlutar byggja á yfirliti Nasdaq verðbréfamiðstöðvar sem hlutaskrá bankans og upplýsingar um raunverulega eigendur byggja m.a. á fáanlegum upplýsingum frá opinberum aðilum sem taldar eru áreiðanlegar. Bankinn hefur ekki kannað upplýsingarnar sjálfstætt og ábyrgist hann ekki nákvæmni, áreiðanleika eða réttmæti þeirra. Upplýsingarnar eru unnar og settar fram af ýmsum aðilum m.a. af kerfinu Monitor frá Modular Finance AB og  Morningstar. Íslandsbanki hefur fjóra daga til þess að uppfæra vefsíðuna frá því að eignarhald á hlut breytist. 

Athugið, í tilfelli sjóðstýringafélaga/rekstrarfélaga er raunverulegur eigandi félagsins ekki endilega raunverulegur eigandi undirliggjandi sjóða. Jafnframt eru upplýsingar um eignarhlut einstakra sjóða birtar sameiginlega undir nafni rekstrarfélags þeirra.

Ennfremur, í tilviki innlendra hluthafa á listanum er hlekkur á fyrirtækjaskrá Skattsins sem sýnir skráða raunverulega eigendur viðkomandi hluthafa. Í tilviki erlendra hluthafa er stjórn viðeigandi hluthafa álitin raunverulegur eigandi í skilningi laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþætti og fjármögnun hryðjuverka.