Endurkröfur
Ef þú ert með kort frá Íslandsbanka gætir þú átt rétt á endurkröfu á færslu
Það gæti verið færsla á kortinu þínu sem þú kannast ekki við eða vara/þjónusta sem þú ert búinn að kaupa en hefur ekki skilað sér. Kortaviðskipti er örugg leið til viðskipta en einstaka sinnum getur eitthvað komið upp á og erum við þá þér innan handar. Við bendum þér á að byrja á því að reyna að leysa málið með seljanda/þjónustuaðila og ef það gengur ekki aðstoðum við þig með endurkröfuferlið.
Hér sækir þú um endurkröfu á færslu.
Við aðstoðum þig eftir fremsta megni við að fá færslu þína endurgreidda en við þurfum að fara eftir ströngum endurkröfureglum Mastercard.
Ég kannast ekki við færslu á kortinu mínu
Ég pantaði vöru/þjónustu en hef ekki móttekið
Hvað tekur endurkrafa langan tíma?
Hvað get ég gert endurkröfu á færslu langt aftur í tímann?
Hvernig hafið þið samband ef einhverjar upplýsingar vantar?
Ég er ekki með rafræn skilríki eða auðkennisappið og get ekki sent endurkröfu í gegnum netið
Við mælum eindregið með því að þú kynnir þér örugg greiðslukortaviðskipti.