Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Yfirlýsing um alþjóðlega samstöðu í tengslum við COP28

Í tengslum við COP28, lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna, var sett fram yfirlýsing um metnaðarfull markmið fyrir kolefnishlutlausa framtíð.


Global Compact eru samtök Sameinuðu þjóðanna um ábyrga viðskiptahætti og er stærsta sjálfbærniframtak heims. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, skrifaði undir sameiginlega yfirlýsingu norrænna forstjóra innan Global Compact um alþjóðlega samstöðu um metnaðarfull markmið fyrir réttláta og græna umbreytingu yfir í kolefnishlutlausa framtíð. Yfirlýsingin er sett fram í tengslum við COP28 sem fer nú fram.

Íslandsbanki áréttar stuðning sinn við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Parísarsáttmálann og þannig réttláta umbreytingu yfir í kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Íslandsbanki hefur sett sér markmið um að ná kolefnishlutleysi árið 2040 og stefnir á að setja sér vísindalega samþykkt markmið (SBTi). Íslandsbanki hefur nú þegar sett sér markmið fyrir ákveðnar atvinnugreinar innan lána- og eignasafns bankans.

Bankinn, í hópi annarra norrænna fyrirtækja, fagnar stuðningi norrænna ríkisstjórna við heimsmarkmið SÞ og hvetur stjórnvöld til að viðhalda og styrkja stöðu Norðurlandanna sem brautryðjenda í sjálfbærni á heimsvísu. Með tækninni sem nú er til staðar og vaxandi eftirspurn á markaði eftir sjálfbærum lausnum, er skýrt að við getum ekki náð árangri ein. Til að koma á raunverulegum breytingum skorum við á eftirlitsaðila og stefnumótendur að styðja viðleitni okkar, jafna samkeppnisstöðu og hvetja til sjálfbærra valkosta. Skriðþungi er lykillinn og saman getum við keyrt grænu umskiptin áfram.

CEO statement for Nordic Businesses