Netþrjótar finna sér sífellt nýjar leiðir til vefveiða, SMSveiða, símasvika og annarrar svikastarfsemi. Gott er að hafa sem reglu að allur sé varinn góður á netinu og ganga úr skugga um að samskipti séu raunverulega við þann aðila sem við teljum að um sé að ræða.
Þegar skilaboð berast skulum við taka okkur andartak og hugsa málin.
- Ekki samþykkja innskráningu með rafrænum skilríkjum nema þú hafir ætlað að skrá þig inn.
- Ekki hleypa neinum inn á netbankann þinn.
- Ekki láta glepjast af gylliboðum.
- Ekki senda ljósmynd af vegabréfinu þínu.
- Ekki hleypa ókunnugum inn á tölvuna eða símann þinn með forritum eins og AnyDesk og TeamViewer. Bankar og kauphallir taka ekki yfir tölvubúnaðinn þinn.
- Ekki gefa upp kóða sem sendir eru í símann þinn nema lesa vel yfir skilaboðin og vera samþykkur því sem þar stendur. Nánar um örugg greiðslukortaviðskipti.
- Hafðu virka tveggja þátta auðkenningu til þess að vernda aðganginn þinn ef einhver kemst yfir aðgangsorðið þitt.
- Ef það er of gott til að vera satt þá er það of gott til þess að vera satt.
Kynntu þér nánari upplýsingar um netöryggi á vef Íslandsbanka.