Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Vörum við fölskum smáskilaboðum (SMS)

Við vörum við fölskum smáskilaboðum (SMS) sem hafa verið að berast viðskiptavinum.


Skilaboðin líta út eins og skilaboð frá island.is sem leiðir fólk á sviksamlega innskráningarsíðu þar sem fólk er beðið um að skrá sig inn í netbanka Íslandsbanka eða gefa upp kortanúmer til þess að halda þjónustunni sinni við Íslandsbanka áfram.

Ef þú gafst upp greiðslukortið þitt eða heimilaðir innskráningu með rafrænum skilríkjum á hlekknum frystu strax greiðslukortin þín í appinu og ýttu á „Meira“, svo tannhjólið fyrir „Stillingar“ og svo „Skrá út úr öllum tækjum“. Hringdu síðan strax í neyðarvakt Íslandsbanka í S: 440-4000.

Lesa meira um netöryggi