Lausnin er í samræmi við markmið Íslandsbanka um að vera hreyfiafl til góðra verka í íslensku samfélagi. Aðgerðir í loftslagsmálum er eitt fjögurra heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem bankinn hefur tileinkað sér og viðskiptavinir hafa lýst yfir miklum vilja til að styðja við sjálfbærnistefnu bankans. Því hefur Íslandsbanki stigið það skref að auðvelda viðskiptavinum sínum yfirsýn yfir kolefnisspor þeirra.
Kolefnisspor færslna er reiknað út með því að nota gagnagrunn, Meniga Carbon Index, sem inniheldur kolefnisspor um 80 útgjaldaflokka. Þegar vara eða þjónusta er keypt er færsluupphæð margfölduð á móti kolefnisgildi viðkomandi útgjaldaflokks. Með þær upplýsingar að vopni getur fólk hagað innkaupum sínum og neyslu með þeim hætti sem er best til þess fallinn að draga úr kolefnisspori þeirra.