Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Við hvetjum til notkunar stafrænna lausna

Í ljósi tíðinda hvetur Íslandsbanki til notkunar stafrænna lausna í bankaviðskiptum. Þó enn verði boðið upp á hefðbundna bankaþjónustu í útibúum bankans eru viðskiptavinir beðnir um að lágmarka komur sínar.


Kynntu þér stafrænar lausnir Íslandsbanka

Hægt er að sinna öllum helstu bankaviðskiptum í netbanka, appi og Kass en einnig er hvatt til notkunar snertilausra greiðslna í verslunum, með farsímum eða úrum.

Í netspjalli á vef Íslandsbanka frá klukkan 9-18 getur þú einnig átt samskipti við ráðgjafa okkar og auðkennt þig með rafrænum skilríkjum. Þannig getur þú framkvæmt allar fjárhagslegar færslur.

Einnig er hægt að hafa samband við okkur hér og í síma 440-4000.