Árstaktur markaðsverðs íbúðarhúsnæðis hjaðnar örlítið milli mánaða og mælist nú 21,2%.Húsnæði á landsbyggðinni hefur hækkað hraðast á landsbyggðinni á tímabilinu eða um 22,2%. Þar á eftir koma fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu (21,0%) og lestina reka sérbýli á höfuðborgarsvæðinu (20,7%) á sama tímabili.
Matvörur hækka en flugfargjöld lækka
Fyrir utan húsnæðisliðinn var hækkun á matar- og drykkjarvörum sem vóg mest til hækkunar í nóvember. Liðurinn hækkaði um 0,7% (0,11% áhrif á VNV). Hækkunin virðist vera frekar almenn, til að mynda hækkuðu undirliðirnir brauð og kornvörur um 1,6% (0,03% áhrif á VNV) og kjötvörur um 0,8% (0,02% áhrif á VNV).
Aðrir helstu liðir sem hækkuðu í nóvember á milli mánaða var heilsa um 0,7% (0,03% áhrif á VNV) en lyfjaverð fylgir alla jafna gengi krónunnar ásamt hótelum og veitingstöðum sem hækkuðu um 0,65% (0,03% áhrif á VNV).