Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Vekjum athygli á Facebook Messenger svikum

Með aðgangi einstaklinga að Messenger eru vinir og ættingjar blekktir.


Upp á síðkastið hefur nokkuð borið á því að samskiptamiðlinum Facebook Messenger sé beitt í tilraunum til svika og er því sérstök ástæða ti að hafa varann á.

Mikilvægt er að muna að gefa aldrei upp greiðslukortanúmer, lykilorð eða neitt slíkt í tölvupósti, smáskilaboðum eða á samfélagsmiðlum.

Í nýlegum tilraunum til svika hafa skúrkar tekið yfir aðgang einstaklinga að Messenger og nota þann aðgang til að blekkja vini og ættingja. Vinir eru beðnir um að gefa upp símanúmer og senda ljósmyndir af greiðslukortum og vegabréfum sínum. Látið er sem um leik eða sms keppni sé að ræða og upplýsingarnar séu nauðsynlegar svo greiða megi út vinninga. Enginn raunverulegur leikur er þó til og eru gögnin notuð til að stela fé af viðkomandi.

Kynntu þér nánari upplýsingar um netöryggi á vef Íslandsbanka.