Sem fyrr er mikilvægt að vera á varðbergi þegar smáskilaboð eða tölvupóstar virðast berast frá fyrirtækjum. Í einhverjum tilvikum er reynt að veiða kortaupplýsingar eða freista með öðrum hætti að svíkja fé frá grandlausum viðtakendum. Farðu varlega þegar þú smellir á hlekki eða opnar viðhengi sem þú færð send í tölvupósti.
Að undanförnu hefur nokkuð borið á sms skilaboðum sem látin eru líta út fyrir að send séu af póstflutningsfyrirtækjum. Viðtakandi er sem dæmi beðinn um að uppfæra upplýsingar með því að smella á hlekk.
Sem dæmi má nefna sms skeyti sem mörg fengu send nú um helgina í nafni DHL og hljóða þannig: