Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Varað við svikaskilaboðum

Talsvert ber þessa dagana á fölskum sms skilaboðum þar sem reynt er að veiða upplýsingar


Sem fyrr er mikilvægt að vera á varðbergi þegar smáskilaboð eða tölvupóstar virðast berast frá fyrirtækjum. Í einhverjum tilvikum er reynt að veiða kortaupplýsingar eða freista með öðrum hætti að svíkja fé frá grandlausum viðtakendum. Farðu varlega þegar þú smellir á hlekki eða opnar viðhengi sem þú færð send í tölvupósti.

Að undanförnu hefur nokkuð borið á sms skilaboðum sem látin eru líta út fyrir að send séu af póstflutningsfyrirtækjum. Viðtakandi er sem dæmi beðinn um að uppfæra upplýsingar með því að smella á hlekk.

Sem dæmi má nefna sms skeyti sem mörg fengu send nú um helgina í nafni DHL og hljóða þannig:

Pakkinn pinn bior eftir afhendingu. Vinsamlega staofestu greiosluna (1,99 EUR) undir eftirfarandi hlekk:

Viðkomandi hlekkur vísar svo á svikasíðu.

Hafðu í huga að ólíklegt er að fyrirtæki óski eftir greiðsluupplýsingum með tölvupósti og hafðu ætíð varann á, meðal annars með því að kanna gaumgæfilega póstfang sendanda, ef skilaboðin berast í tölvupósti.

Fáir þú óvænt tilkynningu um tilraun til að skrá kortið þitt án þinnar vitundar eða hafir þú grun um önnur svik skaltu þegar í stað hafa samband við viðskiptabankann þinn.

  • Íslandsbanki í síma 440-4000 eða í netspjalli
  • Landsbankinn í síma 410-4000 eða í netspjalli á vef bankans
  • Arion banki í síma 444-7000 eða í netspjalli á vef bankans

Sé um að ræða tilkynningu eftir lokunartíma bankanna má hringja í neyðarnúmer greiðslumiðlunarfyrirtækja:

  • Valitor – s. 525-2200
  • Borgun – s. 533-1400

Jafnframt er bent á að tilkynna slík svik til lögreglunnar á netfangið cybercrime@lrh.is.

Nánari upplýsingar um vefveiðar og netöryggi má finna á upplýsingasíðu okkar.