Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Varað við netsvikum

Íslandsbanki varar viðskiptavini við netsvikum sem eiga það sameiginlegt að viðskiptavinir eru blekktir til að framkvæma erlendargreiðslur til tölvuþrjóta.


Íslandsbanki varar viðskiptavini við netsvikum sem eiga það sameiginlegt að viðskiptavinir eru blekktir til að framkvæma erlendargreiðslur til tölvuþrjóta.

1. Fyrirmælasvik

Tölvuþjótar senda falsaða reikninga úr netfangi mótaðila sem þeir eru komnir inn á. Hringdu alltaf í númer sem þú ert með til að staðfesta að tölvupósturinn sé frá mótaðilanum, líka þegar hann kemur úr netfangi hans. Skoðaðu vel netfangið sem pósturinn kemur frá því dæmi eru um að tölvuþrjótar sendi tölvupósta úr netföngum sem líta út fyrir að vera frá mótaðila en þegar betur er að gáð hefur netfanginu verið breytt lítillega t.d. með .net í stað .is eða .com.

2. Yfirmannasvik

Tölvuþrjótar senda falsaða reikninga og þykjast vera stjórnendur hjá viðkomandi fyrirtæki og þrýsta á greiðslu. Aldrei framkvæma erlenda greiðslu samkvæmt fyrirmælum í tölvupósti nema hringja fyrst og fá það staðfest í númer sem þú veist að tilheyrir viðkomandi. Líka ef pósturinn lítur út fyrir að vera frá forstjóra fyrirtækis þíns. Allir eiga að skilja að staðfesta þarf símleiðis.

3. Gylliboð – Leigusvik – Airbnb

Tölvuþrjótar blekkja grunslausa aðila til að framkvæma erlenda greiðslu framhjá sölusíðum t.d. Airbnb og eru þetta svik sem fást ekki endurheimt. Ástæður geta verið ýmsar, t.d. að fullbókað sé Airbnb en hægt sé að bóka framhjá í gegnum tölvupóst eða að fólk geti fengið 50% afslátt af leiguverði með því að greiða framhjá sölusíðunum.

Láttu viðskiptabankann þinn vita ef þú lendir í tölvuþrjótum.

Nánari upplýsingar um netsvik