Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Yfirtökutilboð til hluthafa Eikar fasteignafélags hf.

Reginn hf. gerir hluthöfum Eikar fasteignafélags hf. valfrjálst tilboð um kaup á hlutum þeirra í félaginu í skiptum fyrir 48,0% útgefins hlutafjár Regins hf. í kjölfar viðskipta.


Þann 8. júní 2023 tilkynnti Reginn hf. („tilboðsgjafi“ eða „Reginn“) um ákvörðun stjórnar félagsins um að lagt yrði fram valfrjálst yfirtökutilboð („tilboðið“) í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. („Eik“), í samræmi við ákvæði X. og XI. kafla laga nr. 108/2007 („lög um yfirtökur“).

Reginn var stofnað árið 2009 og fjárfestir í, leigir út og annast rekstur á atvinnuhúsnæði. Félagið hefur vaxið undanfarin ár með kaupum á arðbærum fasteignum og fasteignasöfnum. Fasteignasafn Regins samanstendur af 100 fasteignum sem alls eru um 373 þúsund fermetrar að heildarstærð. Lögð hefur verið áhersla á að þétta og styrkja eignasafn félagsins með því að efla kjarna innan safnsins. Útleiguhlutfall félagsins var 97,5% á fyrsta ársfjórðungi 2023 og leigutakar um 450 talsins. Reginn nýtur þeirrar sérstöðu að um 42% tekna kemur frá opinberum aðilum og skráðum félögum. Hluthafar félagsins voru 522 í árslok 2022.

Umsjónaraðilar


Tilboðsgjafi hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. sem umsjónaraðila valfrjálsa tilboðsins fyrir sína hönd. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf.

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka


Senda póst
440-4000

Fyrirvari
Vefsíða þessi er útbúin og veitt í upplýsingaskyni og felur ekki í sér ráðgjöf af hálfu Regin eða umsjónaraðila. Tilboðshöfum er bent á að afla sér viðeigandi ráðgjafar sérfræðinga.