Athugið

Þessi grein er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Úttekt séreignar hefur ekki áhrif á ellilífeyrisgreiðslur TR

Sem fyrr tengist úttekt séreignarsparnaðar ekki greiðslum Tryggingastofnunar til lífeyrisþega.


Hluti efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar er að heimila sérstaka úttekt séreignarsparnaðar. Almennt gildir að séreign er laus til úttektar við 60 ára aldur en þessi sérstaka ráðstöfun verður þó án aldurstakmarkana.

Sá orðrómur virðist lífsseigur að úttekt séreignarsparnaðar komi til með að skerða greiðslur Tryggingastofnunar til lífeyrisþega. Svo er þó ekki og sem fyrr hefur úttektin engin áhrif á greiðslur ellilífeyris stofnunarinnar.

  • Nánari upplýsingar um úttekt séreignarsparnaðar þeirra sem komnir eru yfir sextugt má finna á starfslokavef Íslandsbanka.
  • Nánari upplýsingar um heimild þeirra sem yngri eru til úttektar vegna COVID-19 veirunnar má nálgast hér.
  • Kynning á efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar er á vef stjórnarráðsins.

Fjármál við starfslok


Upptaka frá fræðslufundi Íslandsbanka í janúar 2020 þar sem meðal annars var rætt um úttekt séreignarsparnaðar og greiðslur Tryggingastofnunar.