Frá og með mánudeginum 17. janúar verða útibú höfuðborgarsvæðisins lokuð vegna tímabundna takmarkana vegna Covid-19. Tekið verður á móti viðskiptavinum sem bóka sér tíma á vefnum. Viðskiptavinir eru beðnir um að nýta sér stafrænar lausnir fyrir alla helstu bankaþjónustu.
Hægt er að nýta sér netspjall bankans eða hafa samband í 440-4000. Eldri borgarar, sem ekki hafa tök á að nýta sér appið eða netbanka, er velkomið að hringja í 440-3737 fyrir alla helstu bankaþjónustu.
- Yfirlit yfir stafrænar þjónustuleiðir Íslandsbanka.
- Bókaðu tíma á einfaldan hátt á vefnum.
- Forsvarsmönnum fyrirtækja er bent á að hafa beint samband við sína tengiliði innan bankans eða senda tölvupóst á fyrirtaeki@islandsbanki.is.
- Ráðgjafaverið er opið í síma 440-4000 frá kl. 9:00 til 16:00 og í netspjalli frá kl. 9:00 - 17:00 alla virka daga en Fróði er til þjónustu reiðubúinn á öllum tímum sólarhringsins.