Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga framlengd

Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum.


Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. Framlengt hefur verið um þrjá mánuði eða til lok aprílmánaðar. Viðskiptavinir munu fá sendar nánari upplýsingar. Einnig skal tekið fram að skilmálabreytingar og leiguábyrgðir eru viðskiptavinum að kostnaðarlausu og Grindvíkingar njóta forgangs í ráðgjafaver bankans.

Hugur okkar er hjá íbúum Grindavíkur sem búa við mikla óvissu og hafa þurft að upplifa mikil áföll undanfarin misseri. Við munum halda áfram samtali við viðskiptavini okkar í Grindavík og vera þeim innan handar á þessum krefjandi tímum.

Jón Guðni Ómarsson,
Bankastjóri Íslandsbanka