Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Upplýsingar um óverðtryggð lán

Gott er að þekkja helstu eiginleika óverðtryggðra lána, nú þegar sífellt fleiri kjósa slík lán.


Sjaldan hefur verið meiri umræða um óverðtryggð lán. Rætt er um endurfjármögnun, hvort það henti að hafa vextina fasta eða breytilega og hver þróun vaxta verði á næstunni.

Ítarlegar og gagnlegar upplýsingar um óverðtryggð lán er að finna á vefnum okkar.

Bein útsending og spurningum svarað um íbúðalán

Þann 15. september næstkomandi kl. 19:30 býður Íslandsbanki upp á beina vefútsendingu á Facebook þar sem rætt verður um íbúðalán og endurfjármögnun. Streymið fram á Facebook síðu bankans og býðst áhorfendum að senda spurningar í aðdraganda streymisins eða meðan á því stendur.

Loks má benda á nýja grein um mögulegar ástæður þess að Seðlabanki Íslands gæti kosið að hækka vexti.