Með nýtingu máltækni og gervigreindar ætlar Íslandsbanki að gera góða þjónustu enn betri. Við sjáum fyrir okkur aukið og fjölbreyttara aðgengi að rafrænni bankaþjónustu í formi texta og talmáls í tölvum, símum og framtíðardreifileiðum.
Máltæknivegferð bankans miðar að því bæta notendaupplifun viðskiptavina og auka innri skilvirkni. Samhliða því er okkur umhugað um að leggja okkar af mörkum við verndun íslenskrar tungu og menningar. Við erum stolt að vinna með Miðeind, leiðandi aðila á sviði máltækni á Íslandi og saman stefnum við að því að okkar samstarf, með afleiddum líkönum, þjálfun þeirra og nýjum málheildum, getum við stuðlað að bættri stöðu íslenskunnar í stafrænu umhverfi. Meðal stærstu þátta sem munu líta dagsins ljós í máltækniáætlun Íslandsbanka eru þessir;
- Raddviðmót í bankaþjónustu og máltæknivél sem getur tekið við fjölbreyttu inntaki og myndað svör á góðri íslensku.
- Flokkun og greining á texta þar sem spjallmenni bankans (Fróði) mun skilja betur viðskiptavini.
- Textagerð sem stuðlar að aukinni skilvirkni við svörun fyrirspurna, þjónustubeiðna og við myndun tilkynninga.
- Vélþýðingar milli tungumála sem bætir þjónustu bankans á öðrum tungumálum.
- Yfirlestur á texta varðandi stafsetningu, málfræði, ábendingar um orðalag og stíl á því formi sem henta viðskiptavinum best.
- Leit og spurningasvörun í stórum textagrunnum sem gera okkur kleyft að vinna betur og hraðar í daglegri starfsemi.
Við viljum vera hreyfiafl til góðra verka, styðja við íslenska tungu og framfarir í íslenskri máltækni. Samhliða hraðri framþróun á sviði gervigreindar og máltækni á heimsvísu hefur vegferð okkar hafist í góðu samstarfi við máltæknisamfélagið. Áfangastaðurinn verður mögulega ekki sá sem sjáum fyrir okkur núna, en í krafti skýrra markmiða, nýsköpunar og samvinnu vonumst við til þess að viðskiptavinir okkar og samfélagið allt njóti góðs af.