Viðskiptahalli var 27,1 ma.kr. á fyrsta fjórðungi ársins samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans. Er það mesti viðskiptahalli sem mælst hefur á einum ársfjórðungi í nærri 11 ár, sé horft fram hjá reiknuðum áhrifum slitabúa á tímabilinu 2009-2015. Ýmsum kann að bregða í brún við svo mikinn halla en sem betur fer eru allar líkur á að hann reynist tímabundinn.
Þegar lá fyrir að vöruskiptahalli nam tæpum 22 mö.kr. og halli á þjónustuviðskiptum var tæpir 11 ma.kr. á tímabilinu. Í tölum Seðlabankans kemur fram að frumþáttatekjur skiluðu 12,8 ma.kr. afgangi en halli var á rekstrarframlögum milli landa sem nam 7,1 ma.kr.