Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Þjóðhagsspá Íslandsbanka 2022-2024: Vöxtur í vændum

Greining Íslandsbanka spáir fyrir um þróun efnahagsmála 2022-2024


Eftir 6,5% samdrátt árið 2020 skaut efnahagsbati rótum á ný á árinu 2021 og stefnir í myndarlegan hagvöxt næstu þrjú árin.

Spáð er 4,7% hagvexti árið 2022 samhliða viðskiptaafgangi, minnkandi atvinnuleysi og gengisstyrkingu krónunnar. Fjölgun ferðamanna og myndarleg loðnuvertíð verði meðal helstu drifkrafta vaxtarins. Verðbólga hjaðni hægt og rólega en stýrivextir hækki og verði komnir í 3,25% í árslok. Þá eru líkur á að hægi á hækkunum íbúðaverðs þegar líða tekur á árið og að meðaltali hækki íbúðaverð um tæp 8% á árinu.

Þjóðhagsspá Greiningar má nálgast hér

Stiklað á stóru

  • Hagvöxtur - Spáð er 4,7% hagvexti árið 2022, 3,2% 2023 og 2,6% 2024.

  • Utanríkisviðskipti - Viðskiptaafgangur verður 1,8% af landsframleiðslu í ár og yfir 3% 2023 og 2024.

  • Verðbólga - 3,2% verðbólga að meðaltali árið 2022, 2,4% 2023 og 2,7% 2024.

  • Vinnumarkaður - 4,5% meðaltalsatvinnuleysi í ár. 3,7% 2023 og 3,6% 2024.

  • Vextir - Stýrivextir fari í 3,25% fyrir árslok. Verði að meðaltali 3,5% árið 2023 og 3,9% 2024.

  • Krónan - Spáð er 3,3% styrkingu árið 2022, 4,7% 2023 og 0,3% 2024.

Póstlisti Greiningar

Ekki missa af greiningum okkar á því helsta sem snertir efnahagslífið og skráðu þig á póstlistann okkar!

Það helsta


Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur, og Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka, fara yfir það markverðasta í nýrri þjóðhagsspá Greiningar.

  • Landsframleiðsla0:00
  • Ferðaþjónusta1:39
  • Utanríkisviðskipti2:43
  • Innlend eftirspurn4:54
  • Fjármunamyndun5:36
  • Íbúðamarkaðurinn6:56
  • Vinnumarkaðurinn8:50
  • Einkaneysla9:44
  • Krónan11:03
  • Verðbólga12:16
  • Stýrivextir13:47
  • Samantekt15:20

Höfundar þjóðhagsspár


Jón Bjarki Bentsson

Aðalhagfræðingur


Hafa samband

Bergþóra Baldursdóttir

Hagfræðingur


Hafa samband