Eftir 6,5% samdrátt árið 2020 skaut efnahagsbati rótum á ný á árinu 2021 og stefnir í myndarlegan hagvöxt næstu þrjú árin.
Spáð er 4,7% hagvexti árið 2022 samhliða viðskiptaafgangi, minnkandi atvinnuleysi og gengisstyrkingu krónunnar. Fjölgun ferðamanna og myndarleg loðnuvertíð verði meðal helstu drifkrafta vaxtarins. Verðbólga hjaðni hægt og rólega en stýrivextir hækki og verði komnir í 3,25% í árslok. Þá eru líkur á að hægi á hækkunum íbúðaverðs þegar líða tekur á árið og að meðaltali hækki íbúðaverð um tæp 8% á árinu.