Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Þjóðhagsspá Íslandsbanka 2021-2023: Spyrnt frá botni

Greining Íslandsbanka spáir fyrir um þróun efnahagsmála 2021-2023


Þrátt fyrir vonir margra fyrir ári síðan um að 2021 yrði „árið eftir COVID“ hefur faraldurinn sett mark sitt á fyrri helming ársins. Nú með aukinni bólusetningu víða um heim er útlit fyrir að faraldurinn verði á undanhaldi.

Í spánni er gert ráð fyrir að faraldurinn renni sitt skeið á árinu, endurreisn ferðaþjónustu hefjist og hagkerfið taki að braggast á seinni helmingi ársins. Hagvöxtur mælist 2,7% á árinu, 4,9% á því næsta og 2,9% árið 2023.

Þjóðhagsspá Greiningar má nálgast hér

Stiklað á stóru

  • Hagvöxtur - Spáð er 2,7% hagvexti árið 2021, 4,9% 2022 og 2,9% 2023.

  • Utanríkisviðskipti - Reiknað er með að viðskiptajöfnuður verði jákvæður um 0,9% árið 2021, 4,3% 2022 og 4% 2023.

  • Verðbólga - 4,1% verðbólga að meðaltali árið 2021, 2,6% 2022 og 2,4% 2023.

  • Vinnumarkaður - 8,8% meðaltalsatvinnuleysi í ár. 5,3% 2022 og 3,6% 2023.

  • Vextir - Stýrivextir fari í 1,25% fyrir lok árs. Verði að meðaltali 1,8% 2022 og 2,8% 2023.

  • Krónan - Spáð er 3,2% styrkingu árið 2021, 4,7% 2022 og 1,3% 2023.

Það helsta


Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur, og Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka, fara yfir það það markverðasta í nýrri þjóðhagsspá Greiningar.

Umræður um stöðu ferðaþjónustunnar


Á veffundi í kjölfar útgáfu spárinnar var rætt um áhrif framvindu efnahagsmála á ferðaþjónustuna og stöðu greinarinnar nú þegar sér fyrir endan á COVID-19 faraldrinum.

Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri Greiningar Íslandsbanka, stýrði umræðum og ræddi við Bjarnheiði Hallsdóttur, formann Samtaka ferðaþjónustunnar, Steingrím Birgisson, forstjóra Hölds og Unu Steinsdóttur, framkvæmdastjóra Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka.

Höfundar þjóðhagsspár


Jón Bjarki Bentsson

Aðalhagfræðingur


Hafa samband

Bergþóra Baldursdóttir

Hagfræðingur


Hafa samband