Þrátt fyrir vonir margra fyrir ári síðan um að 2021 yrði „árið eftir COVID“ hefur faraldurinn sett mark sitt á fyrri helming ársins. Nú með aukinni bólusetningu víða um heim er útlit fyrir að faraldurinn verði á undanhaldi.
Í spánni er gert ráð fyrir að faraldurinn renni sitt skeið á árinu, endurreisn ferðaþjónustu hefjist og hagkerfið taki að braggast á seinni helmingi ársins. Hagvöxtur mælist 2,7% á árinu, 4,9% á því næsta og 2,9% árið 2023.