COVID-19 faraldurinn hefur sett mark sitt á árið 2021 á heimsvísu í meiri mæli en margir vonuðu. Íslenska hagkerfið hefur þrátt fyrir það snúið við blaðinu og er farið að vaxa á nýjan leik eftir 6,5% samdrátt á síðasta ári.
Einkaneysla og fjárfesting hefur tekið allhratt við sér undanfarið og endurspeglast það m.a. í áframhaldandi hækkun íbúðaverðs og tímabundnum viðskiptahalla ásamt þrálátari verðbólgu og hraðari hækkun stýrivaxta en við væntum áður.
Sem fyrr er útlit fyrir myndarlegan vöxt, styrkingu krónu, hjaðnandi verðbólgu, betra jafnvægi á íbúðamarkaði og afgang af utanríkisviðskiptum þegar fram í sækir. Hagvöxtur mælist 4,2% á árinu, 3,6% á því næsta og 3,0% árið 2023.