Svo virðist sem fyrstu áhrif COVID-19 faraldursins á íslenskan efnahag séu ívið minni en á horfðist í vor en þó stefnir í mikinn samdrátt á árinu. Greining Íslandsbanka spáir 8,6% samdrætti þetta árið en kröftugri viðspyrnu á því næsta (3,1% hagvexti) og 2022 (4,7% hagvexti).
Slíkur efnahagsbati veltur á því hve hratt faraldurinn gengur niður og bóluefni kemst í almenna dreifingu. Í því samhengi er mikilvægt að ferðamannasumarið 2021 gangi vel.
Fjölmargar stoðir íslensks hagkerfis eru sterkar þrátt fyrir áfallið og ástæða til bjartsýni á framtíðina.