Góðu heilli voru fjölmargar stoðir íslenska hagkerfisins býsna sterkar þegar COVID-áfallið reið yfir. Lærdómur hefur verið dreginn af fyrri mistökum og fjölmargar ástæður eru til bjartsýni á framtíðina.
Árið 2020 verður þó afar erfitt og spáir Greining 9,2% samdrætti á árinu. Hversu hratt faraldurinn gengur niður er lykilforsenda fyrir því hversu hraður efnahagsbatinn verður. Verði faraldurinn í rénun eftir mitt ár eru góðar horfur á myndarlegum hagvexti á seinni tveimur árum spátímans.