Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Þjóðhagsspá Íslandsbanka - 2021: Ár endurreisnar?

Vegna áhrifa komu ferðamanna á framvindu efnahagsmála birtir Greining Íslandsbanka þrjár sviðsmyndir að þessu sinni


Framþróun COVID-19 faraldursins, bólusetningar og fjöldi ferðamanna mun hafa mest að segja um þróun efnahagsmála hér á landi næsta kastið. Að því tilefni inniheldur þjóðhagsspáin að þessu sinni dökka og bjarta sviðsmynd, til viðbótar við grunnspá, þar sem reiknað er með færri og fleiri ferðamönnum.

Þrátt fyrir að faraldurinn hafi reynst þrálátari en væntingar stóðu til um er í spáni gert ráð fyrir að faraldurinn renni sitt skeið á árinu, endurreisn ferðaþjónustu hefjist a.m.k. að hluta og hagkerfið taki að braggast á seinni helmingi ársins. Hagvöxtur mælist 3,2% á árinu, 5% á því næsta og 3,6% árið 2023.

Þjóðhagsspá Greiningar má nálgast hér

Stiklað á stóru

  • Hagvöxtur - Spáð er 3,2% hagvexti árið 2021, 5% 2022 og 3,6% 2023.

  • Utanríkisviðskipti - Reiknað er með að viðskiptajöfnuður verði jákvæður um 1,3% árið 2021, 4% 2022 og 4,3% 2023.

  • Verðbólga - 3% verðbólga að meðaltali árið 2021, 2,2% 2022 og 2,3% 2023.

  • Vinnumarkaður - 9,4% meðaltalsatvinnuleysi í ár. 4,6% 2022 og 3,3% 2023.

  • Vextir - Stýrivextir verða óbreyttir í 0,75% í ár. Verði að meðaltali 1,5% 2022 og 2,6% 2023.

  • Krónan - Spáð er 1,6% styrkingu árið 2021, 3,3% 2022 og 3,2% 2023.

Það helsta úr nýrri þjóðhagsspá


Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, fer yfir það það markverðasta í nýrri þjóðhagsspá Greiningar

Höfundar þjóðhagsspár


Jón Bjarki Bentsson

Aðalhagfræðingur


Hafa samband

Tryggvi Snær Guðmundsson

Hagfræðingur


Hafa samband