Framþróun COVID-19 faraldursins, bólusetningar og fjöldi ferðamanna mun hafa mest að segja um þróun efnahagsmála hér á landi næsta kastið. Að því tilefni inniheldur þjóðhagsspáin að þessu sinni dökka og bjarta sviðsmynd, til viðbótar við grunnspá, þar sem reiknað er með færri og fleiri ferðamönnum.
Þrátt fyrir að faraldurinn hafi reynst þrálátari en væntingar stóðu til um er í spáni gert ráð fyrir að faraldurinn renni sitt skeið á árinu, endurreisn ferðaþjónustu hefjist a.m.k. að hluta og hagkerfið taki að braggast á seinni helmingi ársins. Hagvöxtur mælist 3,2% á árinu, 5% á því næsta og 3,6% árið 2023.