Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Svona varð Kaldi til

Sagan að baki stofnun bruggsmiðjunnar er einkar áhugaverð en kveikjan var frétt í Ríkissjónvarpinu um lítil brugghús í Danmörku.


„Við höfðum aldrei bruggað bjór og vissum ekkert um bjórframleiðslu þannig að fyrsta skrefið var að reyna að koma sér inn í hvernig væri að reka fyrirtæki og fá til okkar mikið af fagfólki.“

Bruggsmiðjan Kaldi var stofnuð á Árskógssandi árið 2006 af hjónunum Agnesi Önnu Sigurðardóttur og Ólafi Þresti Ólafssyni, fyrst íslenskra handverksbrugghúsa.

Sagan að baki stofnun bruggsmiðjunnar er einkar áhugaverð en kveikjan var frétt í Ríkissjónvarpinu um lítil brugghús í Danmörku. Anna leit til okkar í Reynslubankann og deildi með okkur þessari skemmtilegu sögu.

Reynslubankinn - Agnes hjá Kalda


Agnes Anna Sigurðardóttir segir frá stofnun bruggsmiðjunnar Kalda og bjórböðunum sem slegið hafa svo rækilega í gegn

Í Reynslubankanum deila stjórnendur lítilla og stórra fyrirtækja áskorunum í fyrirtækjarekstri og miðla af reynslu sinni.