Starfsfólk Íslandsbanka og Íslandsbanki gefa fjórar milljónir króna til stuðnings við fólk á flótta vegna stríðsátaka í Úkraínu. Upphæðin fer í neyðarsöfnun Rauða krossins sem nýtir fjármunina til að mæta þörfum íbúa Úkraínu og veita neyðarþjónustu eins og aðgengi að mat, vatni, heilbrigðisþjónustu, húsnæði og veita sálrænan stuðning.
Undanfarna viku hefur starfsfólk bankans lagt söfnuninni lið og mun bankinn jafna upphæð starfsfólks með fjárframlagi.
Íslandsbanki hefur haft forritara að störfum sem búsettir eru í Úkraínu og hefur bankinn að undanförnu reynt að styðja við þessa starfsmenn með öllum ráðum.
Íslandsbanki hvetur önnur fyrirtæki til að vera hreyfiafl til góðra verka og styðja með sönnum hætti við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Bent er á safnanir sem leggja málefninu lið: