Við spáum 0,4% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í maí frá fyrri mánuði. Raungerist spáin mun ársverðbólga mælast 6,0% og stendur því óbreytt frá fyrri mánuði. Enn vegur húsnæðisliðurinn þyngst til hækkunar en á móti vegur árviss lækkun flugfargjalda ásamt öðrum liðum.
Spáum 6,0% verðbólgu í maí
Ársverðbólga mun standa í stað í maí eftir hressilega hjöðnun síðasta mánaðar. Verðbólgan heldur áfram að hjaðna næstu fjórðunga þó hjöðnunartakturinn verði hægari.
Síðasta mæling reiknuðu húsaleigunnar með núverandi aðferð
Húsnæðisliðurinn vegur eftir sem áður þyngst til hækkunar en síðustu fjórðunga hefur fasteignamarkaður hitnað talsvert á ný. Þessa dagana útskýrir húsnæðisliðurinn um helming verðbólgu. Verðmæling maímánaðar er merkileg fyrir þær sakir að hún verður sú síðasta áður en ný aðferð við mælingu reiknuðu húsaleigunnar verður tekin upp í júní. Um þá breytingu er nánar fjallað hér. Við spáum því að húsnæðisliðurinn hækki um 1,03% (0,29% áhrif á VNV), þar af hækkar reiknuð húsaleiga um 1,4% (0,27% áhrif á VNV). Af reiknuðu húsaleigunni útskýra vaxtaþáttur 0,5% og markaðsverð 0,9%.
Fasteignamarkaður hefur hitnað verulega á ný það sem af er ári. Um mitt síðasta ár náði árshækkunartaktur húsnæðisverðs lágmarki eftir kraftmikinn hækkunartakt misserin á undan en tók við sér á ný þegar skilyrði til hlutdeildarlána voru rýmkuð. Hluta þessarar hækkunar útskýra fasteignaviðskipti Grindvíkinga en hækkun fasteignaverðs á landsbyggðinni hefur verið talsvert meiri en á höfuðborgarsvæðinu. Umræða um yfirvofandi skort á íbúðarhúnæði hefur einnig gert vart við sig, m.a. í mánaðarskýrslu HMS fyrir apríl og hefur trúlega áhrif.
Breytt aðferðafræði við útreikning á reiknuðu húsaleigunni mun að okkar mati trúlega koma til með að minnka sveiflur á henni en það er alls óvíst hvaða áhrif hún mun koma til með að hafa á verðbólguþróun á seinni hluta árs. Um nýju aðferðina má lesa nánar hér.
Flugfargjöld lækka og bílar lækka
Flugfargjöld hækkuðu bæði í mars og apríl þar sem páskar voru seint í mars. Áhrifin dreifðust nokkuð jafnt á báða mánuði þó hækkunin hafi verið örlítið meiri í apríl en mars. Lækkun maímánaðar er árviss hækkun sem kemur alla jafnan fram eftir páska. Við spáum því að liðurinn Ferðir og flutningar lækki um 0,8% (-0,13% áhrif á VNV).
Þá spáum við áfram lítilsháttar lækkun bíla. Eldsneyti lækkar lítillega samkvæmt okkar mælingu og liðurinn Bensín og olíur lækkar því um 0,26 (-0,01% áhrif á VNV) í spánni.
Verðbólguhorfur næsta kastið
Þar sem VNV maímánaðar síðasta árs hækkaði ekki eins mikið og mánuðina á undan verður ekki mikil breyting á árstakti verðbólgu og því verður hún óbreytt samkvæmt þessari spá. Sömu sögu er að segja af sumarmánuðunum sem framundan eru og gerum við því ráð fyrir litlum breytingum á árstakti verðbólgu. Bráðabirgðaspá okkar hljóðar upp á 0,5% hækkun VNV í júní, 0,3% í júlí og 0,4% í ágúst. Gangi spáin eftir mun ársverðbólga mælast 5,6% í júní, 5,9% í júlí og 5,9% í ágúst. Í kjölfarið eru þó horfur á áframhaldandi hjöðnun verðbólgunnar og gangi spá okkar eftir gæti verðbólga mælst 5,0% í árslok.
Óvissuþættirnir eru nokkrir, einna helst ný aðferð við útreikning á reikuðu húsaleigunni sem verður tekin upp í júní. Flestir markaðsaðilar telja breytinguna leiða til hægari hjöðnunar verðbólgunnar en ella ef marka má niðurstöður könnunar Seðlabankans í aðdraganda síðustu vaxtaákvörðunar. Var þar horft til þess að hlutfall íbúðaverðs og leiguverðs hefur hækkað umtalsvert síðustu misserin. Hins vegar sagði seðlabankastjóri nýverið áhættuna á því hvort verðbólga hjaðni hægar eða hraðar vegna breytingarinnar vera samhverfa.
Höfundur
Lagalegur fyrirvari
Skýrsla þessi er tekin saman af Greiningu Íslandsbanka hf. (Íslandsbanki).
Upplýsingar í skýrslu þessari eru upprunnar frá innlendum og erlendum upplýsinga- og fréttaveitum, sem taldar eru áreiðanlegar, ásamt opinberum upplýsingum, eigin úrvinnslu Greiningar og mati á hverjum tíma. Upplýsingarnar hafa ekki verið kannaðar sjálfstætt af Íslandsbanka og ábyrgist bankinn ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra. Skoðanir höfunda geta breyst án fyrirvara og ber Íslandsbanka ekki skylda til að uppfæra, lagfæra eða breyta skýrslunni við breyttar forsendur.
Skýrslan er einungis birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Íslandsbanki og starfsmenn bankans bera ekki ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma í skýrslunni. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðleggingar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti sem í boði eru. Fjárfestingum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta og ber m.a. að hafa í huga áhættu vegna alþjóðlegra fjárfestinga og gengisflökts gjaldmiðla. Fjárfestingamarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta er mismunandi. Bent skal á að árangur í fortíð er ekki trygging um árangur í framtíð.
Skýrslur og aðrar upplýsingar sem berast frá Íslandsbanka eru einungis ætlaðar til einkanota. Hvorki má afrita efnið, vitna í það né dreifa því, í heild eða að hluta, án skriflegs leyfis frá Íslandsbanka.
Skýrsla þessi er stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í henni sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem hún fjallar um.
Eftirlitsaðili: Fjármálaeftirlitið (www.fme.is).
BANDARÍKIN
Skýrslu þessari eða afritum hennar má ekki dreifa í Bandaríkjunum eða til viðtakenda sem eru bandarískir ríkisborgarar í andstöðu við takmarkanir sem kveðið er á um í bandarískum lögum. Dreifing skýrslunnar í Bandaríkjunum kynni að teljast brot á þeim lögum.
KANADA
Upplýsingarnar í skýrslu þessari eru ekki ætlaðar til dreifingar eða útbreiðslu með neinum hætti í Kanada og því ber ekki að líta á þær sem fjármálaráðgjöf eða ráðleggingu um fjárfestingar í skilningi kanadískra verðbréfalaga.
ÖNNUR LÖND
Lög og reglugerðir í öðrum löndum kunna einnig að takmarka dreifingu skýrslu þessarar.