Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Spáum 0,2% lækkun neysluverðs í júlí

Við spáum því að vísitala neysluverðs (VNV) muni lækka um 0,2% frá mánuðinum á undan. Ef spáin gengur eftir mun 12 mánaða verðbólga hjaðna í 3,1% en var 3,3% í júní.


Við spáum því að vísitala neysluverðs (VNV) muni lækka um 0,2% frá mánuðinum á undan. Ef spáin gengur eftir mun 12 mánaða verðbólga hjaðna í 3,1% en var 3,3% í júní. Útlit er fyrir að verðbólga muni hjaðna nokkuð á næstu fjórðungum vegna hægari hækkunar íbúðaverðs og hagfelldara útlits um launaþróun. Við spáum að verðbólga verði 2,7% í lok árs 2019 og 2,8% í lok árs 2020 og 2021. Hagstofan birtir VNV fyrir júlí kl. 09.00 þann 22. júlí næstkomandi.

Sumarútsölur helsta ástæða hjaðnandi verðbólgu

Útsölur eru nú komnar á fullt skrið, og hafa talsverð áhrif til lækkunar í júlí. Helsti liður til lækkunar er verð á fatnaði og skóm og spáum við 11% lækkun frá fyrri mánuði (-0,5% í VNV) sem er svipuð lækkun og síðustu sumur. Ásamt því lækkar verð á húsgögnum og heimilisbúnaði samkvæmt spá okkar um 2% (-0,01% í VNV). Einnig spáum við því að eldsneytisverð lækki á milli mánaða og hafi áhrif til 0,01% lækkunar.

Verðbólguspá júlí 2019

Höfundur


Bergþóra Baldursdóttir

Sérfræðingur í Greiningu


Hafa samband