Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

S&P Global Ratings breytir lánshæfismati Íslandsbanka í BBB/A-2 með stöðugum horfum

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) hefur í dag lækkað lánshæfismat Íslandsbanka í BBB/A-2 úr BBB+/A-2 og jafnframt breytt horfum í stöðugar úr neikvæðum.


Í rökstuðningi sínum býst S&P við því að Íslandsbanki sé í mun sterkari stöðu nú en árið 2008. Lánshæfismatið 'BBB' taki mið af stöðugri markaðshlutdeild Íslandsbanka á innlendum markaði og góðum árangri á sviði stafrænnar þróunar og upplýsingatækni. Álit S&P sé að bankinn standi framar en margir erlendir bankar þegar kemur að undirbúningi fyrir samkeppni við fjártæknifyrirtæki. Bankinn sé ennfremur með sterka lausa- og eiginfjárstöðu, endurfjármögnunarþörf bankans takmörkuð á árinu 2020 og þar að auki hafi Seðlabankinn sett á stofn sérstaka tímabundna lánafyrirgreiðslu sem tryggir aðgengi að lausafé.

Ástæður breytingar S&P má rekja til álits þeirra að efnahagsumsvif á Íslandi og í Evrópu fari minnkandi á árinu 2020 sem gæti leitt til virðisrýrnunar á eignum Íslandsbanka, aukinna útlánatapa, minnkandi rekstrartekna og mögulegrar lækkunar eigin fjár. S&P telur jafnframt að rekstrarumhverfi fyrir íslenskar fjármálastofnanir sé krefjandi sem einkennist af kólnandi hagkerfi, lækkandi vaxtaumhverfi og ójafnrar samkeppnisstöðu við íslenska lífeyrissjóði en allt þetta hafi leitt til lækkandi arðsemi hjá íslenskum bönkum.

S&P tekur fram að lánshæfismatseinkunn Íslandsbanka gæti hækkað ef bankinn styrkir umtalsvert afkomu og skilvirkni sína og að áhættusnið hans verði betra en innlendra samkeppnisaðila, án þess þó að bilið við erlenda samkeppnisaðila aukist. S&P gæti lækkað lánshæfismatseinkunn bankans ef efnahagsumhverfið á Íslandi verði enn erfiðara og leiði til minnkandi arðsemishorfa til lengri tíma litið og að RAC hlutfall bankans fari undir 15%.

Tilkynningu S&P má nálgast hér (pdf)

Nánari upplýsingar veita:


Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir

Fjárfestatengsl


Senda póst
4404033

Edda Hermannsdóttir

Samskiptastjóri


Senda póst
4404005