Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslenskur sjávarútvegur 2018

Fiskeldi mun standa undir meira magni sjávarafurða en hefðbundnar fiskveiðar í fyrsta skiptið árið 2020 samkvæmt OECD og veiða Kínverjar nú meira en allar fiskveiðiþjóðir Evrópu samanlagt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýútkominni skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg.


Fiskeldi mun standa undir meira magni sjávarafurða en hefðbundnar fiskveiðar í fyrsta skiptið árið 2020 samkvæmt OECD og veiða Kínverjar nú meira en allar fiskveiðiþjóðir Evrópu samanlagt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýútkominni skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg.

Sjávarútvegsskýrsla Íslandsbanka hefur verið gefin út síðan árið 2003. Er það ósk okkar að skýrslan gefi bæði beinum og óbeinum hagsmunaaðilum heildstæða mynd af umfangi og áhrifum sjávarútvegarins á íslenskt samfélag. Eins og síðastliðin ár naut bankinn liðsinnis Deloitte við umfjöllun um rekstur sjávarútvegsfélaga og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Sækja skýrslu (PDF)

Myndband


Ólafur Hrafn Ólafsson, viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka segir í stuttu máli frá því helsta sem finna má í skýrslunni.

Skemmtilegar staðreyndir úr skýrslunni

  • Fiskeldi mun standa undir meira magni sjávarafurða en hefðbundnar fiskveiðar í fyrsta skiptið árið 2020 samkvæmt OECD

  • Kínverjar veiða meira en allar fiskveiðiþjóðir Evrópu samanlagt

  • Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild á heimsvísu.

  • Reiknað er með 15% aukningu útflutningsverðmætis í ár og tæplega 7% aukningu á næsta ári.

  • Bretland er stærsta viðskiptaþjóð sjávarútvegarins með um 16% af heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða.

Nánari upplýsingar um skýrsluna veitir:


Elvar Orri Hreinsson

Sérfræðingur í greiningu Íslandsbanka


Senda tölvupóst