Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Sjóðfélögum Græna sjóðsins fjölgar um 10%

Sjóðsfélögum Græna sjóðsins hjá Íslandssjóðum hefur fjölgað um 10% á undanförnum þremur mánuðum en sjóðurinn er sá eini sinnar tegundar á Íslandi.


Með því að spara í sjóðnum má draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda en Græni sjóðurinn fjárfestir fyrst og fremst í skuldabréfum sem gefin eru út til að fjármagna verkefni sem stuðla að sjálfbærni.

Dæmi um slík verkefni eru bætt nýting og afkastageta jarðhitaholu á Hellisheiði og lagning og endurbætur á hjólastígum Reykjavíkurborgar. Ein milljón sem fjárfest er í Græna sjóðnum styður við verkefni sem sem koma í veg fyrir losun sem samsvarar 2,3 tonnum af CO2. Slík losun samsvarar  átta hringferðum um landið og sjö ferðum til London og til baka.

Íslandsbanki og Íslandssjóðir vilja vera hreyfiafl til góðra verka og vinna markvisst að fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þar á meðal er heimsmarkmið nr.13, aðgerðir í loftslagsmálum, sem miðar að því að draga úr loftslagsáhrifum. Circular solutions hafa unnið með Íslandssjóðum að útreikningum og útfærslu en allir sjóðsfélagar munu fá áhrifaskýrslu um þá kolefnislosun sem þeirra sparnaður hefur áhrif á. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna hér.