Seðlabankinn tilkynnti í morgun að stýrivextir bankans yrðu lækkaðir um 0,25%. Vextirnir verða því 3,0% og hafa ekki verið lægri frá því að verðbólgumarkmið var tekið upp árið 2001.
Stýrivextir hafa nú lækkað um 1,50% frá áramótum, þar af um 0,75% frá því nýr Seðlabankastjóri tók við um miðjan ágúst. Útlit er þó fyrir að þetta verði síðasta vaxtalækkunarskref bankans í bili. Spár höfðu ýmist hljóðað upp á óbreytta vexti eða lækkun og höfðum við spáð lækkun vaxta líkt og raunin varð.