Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

S&P Global Rat­ings stað­fest­ir láns­hæf­is­mat Íslandsbanka og breytir horfum í jákvæðar

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) hefur í dag staðfest BBB/A-2 lánshæfismat Íslandsbanka og jafnframt breytt horfum úr stöðugum í jákvæðar.


Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) hefur staðfest BBB/A-2 lánshæfismat Íslandsbanka og jafnframt breytt horfum úr stöðugum í jákvæðar.

Að mati S&P standa íslenskir bankar frammi fyrir minnkandi efnahagslegri áhættu (e. economic risk) samhliða auknum stöðugleika á húsnæðismarkaði og minni skuldsetningu einkageirans, sem leiðir til þess að S&P breytir nú horfum á efnahagslegri áhættu úr stöðugum í jákvæðar. Þrátt fyrir að S&P geri ráð fyrir að viðvarandi verðbólga og hærri vextir leiði til hóflegrar rýrnunar eignagæða fyrir bankakerfið telja þau áhættu á útlánatöpum vegna meiri lækkunar fasteignaverðs, umfram grunnspá S&P, ólíklega.

S&P býst við áframhaldandi traustum hagvexti á Íslandi í kjölfar tímabils er sýnt hefur verulegan efnahagsbata frá heimsfaraldri. Spá þau 3,8% hagvexti á árinu 2023 og að meðaltali 2,5% hagvexti á árunum 2024-2026. Sem áður álítur S&P horfur á sértækri áhættu (e. industry risk), sem hefur áhrif á bankageirann, stöðugar þar sem íslensku bankarnir eru arðsamir og vel fjármagnaðir sem gerir þá vel í stakk búna að verjast samkeppni.

S&P nefnir að þau gætu hækkað lánshæfismat Íslandsbanka á næstu 12-24 mánuðum ef þau sjá viðvarandi bata á efnahagslegum áhættuvísum tengda minnkandi ójafnvægi á húsnæðismarkaði og minni skuldsetningu einkageirans eða ef Íslandsbanki byggir upp aukið tapsþol í formi hæfra skuldbindinga. S&P gæti endurskoðað horfurnar í stöðugar ef viðsnúningur yrði í íslensku efnahagslífi sérstaklega ef það yrði veruleg verðleiðrétting á íbúðamarkaði eða bakslag hjá helstu atvinnugreinum landsins. Endurskoðun horfa í stöðugar gæti einnig fylgt lækkun á RAC-hlutfalli Íslandsbanka.

Frekar upplýsingar um lánshæfi Íslandsbanka má finna hér: Lánshæfismat bankans

Nánari upplýsingar veitir


Bjarney Anna Bjarna­dótt­ir

Fjárfestatengsl


Senda tölvupóst
698 0259