Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

S&P hækkar lánshæfiseinkunn útgáfuramma Íslandsbanka fyrir sértryggð skuldabréf

S&P Global Ratings (S&P) hækkaði í dag lánshæfismat fyrir útgáfuramma Íslandsbanka fyrir sértryggð skuldabréf og útistandandi skuldabréf úr A með jákvæðum horfum í A+ með stöðugum horfum.


S&P hækkaði í dag lánshæfismat fyrir útgáfuramma Íslandsbanka fyrir sértryggð skuldabréf og útistandandi skuldabréf úr A með jákvæðum horfum í A+ með stöðugum horfum.

Breytingin fylgir í kjölfar hækkunar S&P á lánshæfismati íslenska ríkisins í A+ úr A, sem tilkynnt var um 10. nóvember 2023.

Frekar upplýsingar um lánshæfi má finna hér: Lánshæfismat bankans.

Nánari upplýsingar veitir


Bjarney Anna Bjarna­dótt­ir

Fjárfestatengsl


Senda tölvupóst
698 0259