Tilskipun (ESB) 2014/59 um tapsþols- og endurfjármögnunargetu fjármálafyrirtækja (BRRD I) var m.a. innleidd á Íslandi með lögum nr. 70/2020 um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja (hér eftir lögin). Þann 8. desember 2021 birti Skilavald Seðlabanka Íslands stefnu um ákvörðun lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL-krafa), sbr. 17. gr. laganna (hér eftir MREL-stefna).
Skilavald Seðlabanka Íslands tilkynnti í dag að skilaáætlun fyrir Íslandsbanka hafi verið samþykkt og með því verið tekin ákvörðun um MREL-kröfu fyrir bankann. Ákvörðunin byggir á framangreindri MREL-stefnu.
MREL-krafa bankans er 21,2%, reiknuð í hlutfalli af áhættugrunni (e. Total Risk Exposure Amount – TREA) í lok árs 2021 og öðlast gildi við dagsetningu tilkynningarinnar.