Áður þurftu korthafar að slá inn sérstakan kóða sem barst með sms skeyti.
Við kaup á vöru í netverslun birtist staðfestingargluggi með helstu upplýsingum um færslu og skilaboðum þess efnis að nauðsynlegt er að staðfesta greiðslu með rafrænum skilríkjum.
Korthafi fær í kjölfarið senda staðfestingarbeiðni í símann sinn sem samþykkt er með rafrænum skilríkjum.
Áður en færsla er staðfest er mikilvægt að fullvissa sig um að upplýsingar sem birtast séu réttar og að söluaðili, fjárhæð og gjaldmiðill sé réttur.