Í dag, miðvikudaginn 22. september, eru viðmið Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi tveggja ára. Viðmiðin voru þróuð af 30 alþjóðlegum bönkum í samvinnu við United Nations Environmental Programme - Financial Initiative (UNEP - FI) og eru þau sex talsins: fylgni, áhrif og markmið, viðskiptavinir, hagsmunaaðilar, stjórnarhættir og menning, gagnsæi og ábyrgðarskylda.
Íslandsbanki fylgir þeim viðmiðum sem um ræðir og leitast við að innleiða þau í starfsemi sinni og skýrslugjöf. Það hefur gefið góða raun og nýst bankanum vel við að móta sjálfbærnistefnu sem samræmist viðmiðunum.
Fyrr á þessu ári stóð UNEP auk þess að stofnun alþjóðlegs samstarfs banka sem sett hafa sér markmið um kolefnishlutleysi eigi síðar en 2050 (e. Net Zero Bank Alliance). Alls eru 43 bankar þátttakendur í samtökunum og var Íslandsbanki meðal stofnaðila.
Nánar má lesa um sjálfbærnistefnu Íslandsbanka hér.