Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Öruggt og auðkennanlegt netspjall

Íslandsbanki opnar í dag fyrir öruggt auðkennanlegt netspjall á heimasíðu sinni, www.islandsbanki.is.


Íslandsbanki opnar í dag fyrir öruggt auðkennanlegt netspjall á vef sínum, www.islandsbanki.is. Hægt verður að nýta sér þjónustu bankans í gegnum netspjall frá 8.30-17 alla virka daga. Hingað til hefur þessi þjónusta ekki verið til staðar í íslenskri fjármálaþjónustu en þessi þjónustuleið hefur notið mikilla vinsælda víða um heim. Með þessu er hægt að fá þjónustu hratt og örugglega í gegnum öruggt vefsvæði og öll almenn bankaþjónusta veitt í gegnum netspjallið.

Þetta er hluti af stafrænni vegferð bankans en að undanförnu hefur bankinn kynnt nýjar lausnir sem viðskiptavinir nýta sér í sí auknum mæli. Meðal nýrra lausna:

  • Sækja um greiðsludreifingu í kortaappi
  • Sækja um yfirdrátt í appi
  • Sækja um lækkun/hækkun á yfirdráttarheimild
  • Skoða rauntímastöðu kreditkorta í kortaappi
  • Sækja pin númer í kortaappi
  • Sjá stöðu vildarpunkta í kortaappi
  • Nýta sér fjölmörg tilboð Fríðu og fá endurgreitt inn á reikning
  • Rafrænt greiðslumat
  • Tímabókanir hjá ráðgjöfum á heimasíðu
  • Innan tíðar snertilausar símagreiðslur

Viðskiptavinum er áfram bent á appið, ráðgjafaver bankans í síma 440-4000 og netfangið islandsbanki@islandsbanki.is.