Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Nýtt Íslandsbankaapp

Íslandsbanki kynnir í dag nýtt app þar sem viðskiptavinir geta sinnt öllum sínum daglegu bankaviðskiptunum.


Með appinu geta viðskiptavinir nú fengið heildstætt yfirlit yfir sinn fjárhag og framkvæmt allar helstu aðgerðir á einum stað.  Sífellt fleiri nýta sér þessa þjónustu til að framkvæma einfaldar aðgerðir og er þetta því mikilvægur liður í því að veita áfram bestu bankaþjónustuna.

Í appinu er hægt að greiða reikninga, sækja um lán, stofna sparnað, skipt greiðslum, séð allt um kortin og nú er líka hægt að skoða rafræn skjöl. Fyrst um sinn er appið aðeins aðgengilegt iOS notendum en í janúar bætast Android notendur við.

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs:

„ Að færa viðskiptavinum okkar viðmót í appi sem einfaldar þeim að sinna sínum fjármálum á einfaldan og þægilegan hátt er hluti af stafrænni vegferð bankans. Nýlega kynntum við nýja húsnæðislánalausn þar sem hægt er að sækja um greiðslumat á örfáum mínútum sem hefur heldur betur slegið í gegn og í dag eru flestir sem nýta sér app bankans til að skipta greiðslum eða breyta yfirdráttarheimildum. Við erum því spennt að halda áfram að þróa lausnir með viðskiptavinum okkar.“

Allar nánari upplýsingar um nýja Íslandsbankaappið má finna hér.