Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Ný húsnæðislánalausn Íslandsbanka

Núna geta allir sótt um greiðslumat fyrir húsnæðislán, bílalán eða önnur lán á vef Íslandsbanka og fengið svar um greiðslugetu strax.


Í ferlinu er einnig hægt að skoða hversu dýra eign hægt er að kaupa, byggt á raungögnum úr greiðslumatinu.

Ferlið var hannað með notendaupplifun að leiðarljósi og er áhersla lögð á að veita viðskiptavinum aðgengilegar upplýsingar um alla lánakosti sem í boði eru áður en ákvörðun um lánasamsetningu er tekin. Þeir viðskiptavinir sem vilja klára ferlið geta jafnframt sótt um endurfjármögnun eða nýtt húsnæðislán á nokkrum mínútum í ferlinu með einföldum og öruggum hætti. Lausnin var unnin í samstarfi við Creditinfo. 

Allt að þrír óskyldir aðilar geta sótt um greiðslumat saman með nýju lausninni. Slíkt getur sem dæmi reynst þeim vel sem hyggjast kaupa sína fyrstu íbúð. 

Kynntu þér lausnina hér.